Starfsumsókn

Vegna aukinna umsvifa, leitar Explore CRM eftir Salesforce sérfræðingi.

Kröfur
 • Metnaður og áhugi til að ná árangri í starfi
 • Yfirgripsmikil þekking og reynsla í Salesforce
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (B.Sc. Tölvunarfræði, Verkfræði eða sambærilegt)
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Þekking og reynsla í Apex
 • Færni í mannlegum samskiptum
 
 • Explore CRM

  Fyrirtækið var stofnað 2014 og er með traustan grunn viðskiptavina og sérhæfir sig í stjórnendaráðgjöf, innleiðingu og aðlögunum á Microsoft Dynamics 365.

 • Stærðin

  Hjá Explore CRM starfa sex starfsmenn í dag. Þar af fimm við forritun að einhverju leyti.

 • Vinnuumhverfi

  Explore CRM býður uppá fjölbreytt umhverfi þar sem starfsmenn vinna á skrifstofu fyrirtækisins sem og hjá viðskiptavinum.


Viðskiptavinir Explore CRM

Image